Erlent

Mistakist í Írak geta afleiðingarnar orðið víðtækar

Bush heldur ræðu sína klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma.
Bush heldur ræðu sína klukkan tvö í nótt að íslenskum tíma. MYND/AP

George Bush Bandaríkjaforseti segir að mistakist Bandaríkjaher að ná tökum á ástandinu í Írak hafi það bæði alvarlegar og víðtækar afleiðingar. Bush flytur í klukkan tvö í nótt, að íslenskum tíma, stefnuræðu sína þar sem hann ver meðal annars þá ákvörðun að senda tuttugu og eitt þúsund og fimm hundruð hermenn til viðbótar til Írak.

Í ræðunni sem sérfræðingar í Hvíta húsinu birtu nú í kvöld segir Bush að yfirmenn heraflans hafi farið vel yfir málið og ákveðið að fjölga í herliðinu þar sem það feli í sér mestar líkur á að ná árangri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×