Erlent

Al Kaída segist munu sigra hermennina

Næstráðandi Al Kaída gerir gys að fjölgun í herliði Bandaríkjanna í myndbandi sem bandarísk stofnun stöðvaði þegar hryðjuverkasamtökin reyndu að koma því á netið í gær. Myndbandið hefur ekki verið birt að fullu en að sögn Bandaríkjamannanna segir Al Zawahri, að hermannanna bíði ósigur og dauði, sama hversu margir verða sendir.

Al Zawahri segir hryðjuverkasveitir muni eiga í fullu tré við 20 þúsund manna aukaherlið sem byrjað er að streyma til Íraks, jafnvel þó það væru 50 eða 100 þúsund.

Þetta eru fyrstu viðbrögð Al Kaída við fjölgun í herliði Bandaríkjamanna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×