Erlent

Fátækrapresturinn Abbé Pierre látinn

Franski presturinn Abbe Pierre, sem er mjög þekktur í Frakklandi og víðar fyrir vinnu sína í þágu fátækra og heimilislausra, er látinn, 94ra ára að aldri. Abbé Pierre stofnaði fyrsta Emmaus gistiheimilið fyrir heimilislausa rétt eftir seinna stríð en nú eru slík heimili víða í Frakklandi og í ellefu löndum til viðbótar.

Abbé Pierre hafði verið á sjúkrahúsi í rúma viku með lungnasýkingu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×