Innlent

Taldi ríkisendurskoðun fylgjast með fjármálum Byrgisins

Ríkisendurskoðun átti að hafa eftirlit með fjármálum Byrgisins að mati formanns fjárlaganefndar Alþingis. Hann segir að þrátt fyrir svarta skýrslu um fjármál Byrgisins árið 2002 hafi hann talið að eftirlit með félagasamtökunum yrði tryggt með því að gera Byrgið að sjálfseignarstofnun.

Birkir Jón Jónsson, formaður fjárlaganefndar Alþingis, var aðstoðarmaður félagsmálaráðherra frá árinu 2001 til 2003. Á þeim tíma var settur af stað vinnuhópur til að kanna málefni Byrgisins á vegum félagsmálaráðuneytis, utanríkisráðuneytis og heilbrigðisráðuneytis. Í úttekt sem vinnuhópurinn lét gera kom fram að fjármál Byrgisins voru í ólagi. Í framhaldinu var Byrgið gert að sjálfseignarstofnun. Þrátt fyrir niðurstöðu skýrslunnar var enginn úttekt gerð á Byrginu fyrr en nú fimm árum síðar en allan þann var Byrgið á frjáframlögum frá hinu opinbera. Frá árinu 2003 hefur Birkir Jón setið í fjárlaganefnd Alþingis og varð hann formaður nefndarinnar á síðasta ári.

Birkir Jón segir skýrsluna frá árinu 2002 hafa sýnt fram á frjámálaóreiðu en líka það að Byrgið hafi haft mikilvægu hlutverki að gegna. Og með því að gera það að sjálfseignarstofnun hafi hann talið að eftirliti með fjármálum yrði sinnt. Því eftirlit segir hann að Ríkisendurskoðun hefði átt að sinna.

Fjárlaganefnd Alþingis mun á fimmtudag funda með Ríkisendurskoðanda um skýrsluna um Byrgið sem hann sendi frá sér í gær.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×