Erlent

Rannsaka aðild Olmerts að einkavæðingu banka

MYND/AP

Ríkissaksóknari í Ísrael fyrirskipaði í dag rannsókn á aðild Ehuds Olmerts, forsætisráðherra landsins, að einkavæðingu Leumi-bankans árið 2005. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dómsmálaráðuneyti Ísraels í dag að því er Reuters-fréttaveitan greinir frá.

Kannað verður hvort Olmert hafi hyglað tveimur kaupsýslumönnum, sem eru nánir vinir forsætisráðherrans, í tengslum við einkavæðinguna en fram kemur að þeir hafi ekki keypt bankann. Þá hefur Olmert alla tíð neitað því að hafa brotið lög með aðkomu sinni að málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×