Samhjálp falið að taka við verkefnum Byrgisins 15. janúar 2007 17:00 Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar að hætta að styrkja rekstur Byrgisins og vísa málinu til Ríkissaksóknara. Þetta kom fram í máli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra á blaðafundi sem hann efndi til kl. 17 vegna skýrslunnar. Samhjálp hefur verið falið að taka við verkefnum Byrgisins. Magnús sagði að Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins, hefði verið tilkynnt um þetta og sagði Guðmundur á Rás 2 í dag að ákveðið hefði verið að loka Byrginu. Samhjálp hefur verið falið að sjá um reksturinn að Efri-Brú á næstunni en félagsmálaráðuneytið hefur átt samstarf við Samhjálp og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar í málinu. Þá hefði Landlæknisembættið lýst sig tilbúið að útvega lækna til að hjálpa skjólstæðingum Byrgisins, en sex manns hafa dvalið þar að undanförnu. Þá greindi Magnús Stefánsson frá því að fasteignir ríkissjóðs ættu húsnæðið að Efri-Brú í Grímsnesi og nú myndi stofnunin fara yfir samning sinn við Byrgið. Þá mun hópur á vegum dómsmálaráðuneytisins undir forystu Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, fjalla um málefni langt leiddra vímuefnaneytenda. Aðspurður hvort einhver innan stjórnkerfisins yrði dreginn til ábyrgðar fyrir málið innan stjórnkerfisins sagðist Magnús ekki vita það. Hér væri ekki um þjónustusamning að ræða heldur styrki til Byrgisins en eftirliti hefði verið ábótavant. Ljóst væri þó að athuga þyrfti innra eftirlit ráðuneytisins. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál meðferðarheimilisins Byrgisins, sem birt var í dag, er kolsvartur áfellisdómur yfir stofnuninni og niðurstöður hennar benda til að ólöglega hafi verið staðið að rekstrinum. Ríkisendurskoðun leggur til að ríkissjóður hætti að veita fé til Byrgisins og málinu verði vísað til Ríkissaksóknara. Í skýrslunni segir meðal annars að fjármunir sem sannanlega hafa runnið til stjórnenda og starfsmanna Byrgisins séu langt umfram það sem fram komi í bókhaldi eða ársreikningum félagsins. Hér er um tugi milljóna króna að ræða. Viðtal við Guðmund Jónsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar að hætta að styrkja rekstur Byrgisins og vísa málinu til Ríkissaksóknara. Þetta kom fram í máli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra á blaðafundi sem hann efndi til kl. 17 vegna skýrslunnar. Samhjálp hefur verið falið að taka við verkefnum Byrgisins. Magnús sagði að Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins, hefði verið tilkynnt um þetta og sagði Guðmundur á Rás 2 í dag að ákveðið hefði verið að loka Byrginu. Samhjálp hefur verið falið að sjá um reksturinn að Efri-Brú á næstunni en félagsmálaráðuneytið hefur átt samstarf við Samhjálp og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar í málinu. Þá hefði Landlæknisembættið lýst sig tilbúið að útvega lækna til að hjálpa skjólstæðingum Byrgisins, en sex manns hafa dvalið þar að undanförnu. Þá greindi Magnús Stefánsson frá því að fasteignir ríkissjóðs ættu húsnæðið að Efri-Brú í Grímsnesi og nú myndi stofnunin fara yfir samning sinn við Byrgið. Þá mun hópur á vegum dómsmálaráðuneytisins undir forystu Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, fjalla um málefni langt leiddra vímuefnaneytenda. Aðspurður hvort einhver innan stjórnkerfisins yrði dreginn til ábyrgðar fyrir málið innan stjórnkerfisins sagðist Magnús ekki vita það. Hér væri ekki um þjónustusamning að ræða heldur styrki til Byrgisins en eftirliti hefði verið ábótavant. Ljóst væri þó að athuga þyrfti innra eftirlit ráðuneytisins. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál meðferðarheimilisins Byrgisins, sem birt var í dag, er kolsvartur áfellisdómur yfir stofnuninni og niðurstöður hennar benda til að ólöglega hafi verið staðið að rekstrinum. Ríkisendurskoðun leggur til að ríkissjóður hætti að veita fé til Byrgisins og málinu verði vísað til Ríkissaksóknara. Í skýrslunni segir meðal annars að fjármunir sem sannanlega hafa runnið til stjórnenda og starfsmanna Byrgisins séu langt umfram það sem fram komi í bókhaldi eða ársreikningum félagsins. Hér er um tugi milljóna króna að ræða. Viðtal við Guðmund Jónsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Fleiri fréttir Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sjá meira