Samhjálp falið að taka við verkefnum Byrgisins 15. janúar 2007 17:00 Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar að hætta að styrkja rekstur Byrgisins og vísa málinu til Ríkissaksóknara. Þetta kom fram í máli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra á blaðafundi sem hann efndi til kl. 17 vegna skýrslunnar. Samhjálp hefur verið falið að taka við verkefnum Byrgisins. Magnús sagði að Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins, hefði verið tilkynnt um þetta og sagði Guðmundur á Rás 2 í dag að ákveðið hefði verið að loka Byrginu. Samhjálp hefur verið falið að sjá um reksturinn að Efri-Brú á næstunni en félagsmálaráðuneytið hefur átt samstarf við Samhjálp og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar í málinu. Þá hefði Landlæknisembættið lýst sig tilbúið að útvega lækna til að hjálpa skjólstæðingum Byrgisins, en sex manns hafa dvalið þar að undanförnu. Þá greindi Magnús Stefánsson frá því að fasteignir ríkissjóðs ættu húsnæðið að Efri-Brú í Grímsnesi og nú myndi stofnunin fara yfir samning sinn við Byrgið. Þá mun hópur á vegum dómsmálaráðuneytisins undir forystu Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, fjalla um málefni langt leiddra vímuefnaneytenda. Aðspurður hvort einhver innan stjórnkerfisins yrði dreginn til ábyrgðar fyrir málið innan stjórnkerfisins sagðist Magnús ekki vita það. Hér væri ekki um þjónustusamning að ræða heldur styrki til Byrgisins en eftirliti hefði verið ábótavant. Ljóst væri þó að athuga þyrfti innra eftirlit ráðuneytisins. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál meðferðarheimilisins Byrgisins, sem birt var í dag, er kolsvartur áfellisdómur yfir stofnuninni og niðurstöður hennar benda til að ólöglega hafi verið staðið að rekstrinum. Ríkisendurskoðun leggur til að ríkissjóður hætti að veita fé til Byrgisins og málinu verði vísað til Ríkissaksóknara. Í skýrslunni segir meðal annars að fjármunir sem sannanlega hafa runnið til stjórnenda og starfsmanna Byrgisins séu langt umfram það sem fram komi í bókhaldi eða ársreikningum félagsins. Hér er um tugi milljóna króna að ræða. Viðtal við Guðmund Jónsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Félagsmálaráðuneytið hefur ákveðið á grundvelli skýrslu Ríkisendurskoðunar að hætta að styrkja rekstur Byrgisins og vísa málinu til Ríkissaksóknara. Þetta kom fram í máli Magnúsar Stefánssonar félagsmálaráðherra á blaðafundi sem hann efndi til kl. 17 vegna skýrslunnar. Samhjálp hefur verið falið að taka við verkefnum Byrgisins. Magnús sagði að Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins, hefði verið tilkynnt um þetta og sagði Guðmundur á Rás 2 í dag að ákveðið hefði verið að loka Byrginu. Samhjálp hefur verið falið að sjá um reksturinn að Efri-Brú á næstunni en félagsmálaráðuneytið hefur átt samstarf við Samhjálp og Velferðarsvið Reykjavíkurborgar í málinu. Þá hefði Landlæknisembættið lýst sig tilbúið að útvega lækna til að hjálpa skjólstæðingum Byrgisins, en sex manns hafa dvalið þar að undanförnu. Þá greindi Magnús Stefánsson frá því að fasteignir ríkissjóðs ættu húsnæðið að Efri-Brú í Grímsnesi og nú myndi stofnunin fara yfir samning sinn við Byrgið. Þá mun hópur á vegum dómsmálaráðuneytisins undir forystu Stefáns Eiríkssonar, lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins, fjalla um málefni langt leiddra vímuefnaneytenda. Aðspurður hvort einhver innan stjórnkerfisins yrði dreginn til ábyrgðar fyrir málið innan stjórnkerfisins sagðist Magnús ekki vita það. Hér væri ekki um þjónustusamning að ræða heldur styrki til Byrgisins en eftirliti hefði verið ábótavant. Ljóst væri þó að athuga þyrfti innra eftirlit ráðuneytisins. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um fjármál meðferðarheimilisins Byrgisins, sem birt var í dag, er kolsvartur áfellisdómur yfir stofnuninni og niðurstöður hennar benda til að ólöglega hafi verið staðið að rekstrinum. Ríkisendurskoðun leggur til að ríkissjóður hætti að veita fé til Byrgisins og málinu verði vísað til Ríkissaksóknara. Í skýrslunni segir meðal annars að fjármunir sem sannanlega hafa runnið til stjórnenda og starfsmanna Byrgisins séu langt umfram það sem fram komi í bókhaldi eða ársreikningum félagsins. Hér er um tugi milljóna króna að ræða. Viðtal við Guðmund Jónsson í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni
Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira