Erlent

Yfir 200 þúsund enn án rafmagns í Suður-Svíþjóð

Maður við höfnina í Malmö í gær.
Maður við höfnina í Malmö í gær. MYND/AP

Rafmagnslaust er enn á yfir 200 þúsund heimilum í Suður-Svíþjóð eftir að mikið illviðri gekk þar yfir í gær með þeim afleiðingum að þrír létust. Þá eru um 50 þúsund heimili án símasambands en vel á annað þúsund viðgerðarmanna er nú að störfum til þess að reyna að koma rafmagns- og símasambandi á aftur.

Talið er að það taki nokkra daga að koma rafmagni á alls staðar. Þá eru lestarsamgöngur hafnar á ný milli en reiknað er með töluverðum seinkunum á lestum og sömuleiðis á vegum úti þar sem tré og ýmiss konar brak liggur víða á vegum og teinum. Ekki liggur fyrir hversu mikið tjón varð í óveðrinu í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×