Erlent

Daniel Ortega sestur í forsetastól Níkaragúa

Chavez, Ortega og Morales fagna
MYND/AP

Daniel Ortega, fyrrverandi byltingarleiðtogi í Níkaragúa, var í gær svarinn inn í embætti forseta landsins, tveimur mánuðum eftir að hann sigraði í forsetakosningum þar í landi. Þúsundir fögnuðu Ortega í höfuðborginni Managúa þar sem hann fagnaði áfanganum ásamt Hugo Chaves, forseta Venesúela, og Evo Morales, forseta Bólivíu.

Þeir eru allir í hópi vinstri manna sem komist hafa til valda í Suður- og Mið-Ameríku og lýstu þeir því yfir að þeir myndu berjast fyrir þjóðnýtingu náttúrulegra auðlinda í löndum sínum. Ortega hefur lofað því að berjast gegn fátækt, spillingu og hungri í landinu og eiga góð samskipti við stjórnvöld í Bandaríkjunum sem áttu þátt í því að koma honum frá völdum fyrir 17 árum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×