Erlent

Daniel Ortega sestur í forsetastól Níkaragúa

Chavez, Ortega og Morales fagna
MYND/AP

Daniel Ortega, fyrrverandi byltingarleiðtogi í Níkaragúa, var í gær svarinn inn í embætti forseta landsins, tveimur mánuðum eftir að hann sigraði í forsetakosningum þar í landi. Þúsundir fögnuðu Ortega í höfuðborginni Managúa þar sem hann fagnaði áfanganum ásamt Hugo Chaves, forseta Venesúela, og Evo Morales, forseta Bólivíu.

Þeir eru allir í hópi vinstri manna sem komist hafa til valda í Suður- og Mið-Ameríku og lýstu þeir því yfir að þeir myndu berjast fyrir þjóðnýtingu náttúrulegra auðlinda í löndum sínum. Ortega hefur lofað því að berjast gegn fátækt, spillingu og hungri í landinu og eiga góð samskipti við stjórnvöld í Bandaríkjunum sem áttu þátt í því að koma honum frá völdum fyrir 17 árum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.