Enski boltinn

Jose er ekki að hætta í sumar

NordicPhotos/GettyImages

Peter Kenyon, framkvæmdastjóri Chelsea, segir ekkert hæft í þeim fréttum að Jose Mourinho sé að hætta störfum hjá félaginu í sumar eins og fram kom í breskum miðlum í gær.

"Þetta er gömul og þreytt tugga og ég er viss um að þessar fréttir eru bara í loftinu af því við erum sex stigum á eftir Manchester United í töflunni í augnablikinu. Svona eru blaðamenn á Englandi, en ég get fullvissað alla um að það er ekkert hæft í þessum fréttaflutningi," sagði Peter Kenyon.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×