Erlent

Bush fær ekki að gera hvað sem hann vill

Nancy Peloci er fyrsti Demókratinn til að stýra fulltrúadeildinni í tólf ár og fyrsta konan sem stýrir deildinni.
Nancy Peloci er fyrsti Demókratinn til að stýra fulltrúadeildinni í tólf ár og fyrsta konan sem stýrir deildinni. MYND/AP

Demókratar vara Bush Bandaríkjaforseta við að hann þurfi að færa sterk rök fyrir fjölga í herliði Bandaríkjahers í Írak eins og hann fyrirhugar. Nancy Peloci, nýr forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins og leiðtogi Demókrata í deildinni, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að það væri langt því frá að Bush fengi óútfyllta ávísun til að gera hvað sem hann vildi í stríðinu í Írak.

Hún gekk þó ekki svo langt að segja að þingið muni neita forsetanum um það fé sem til þarf. Repúblikanar hafa stýrt þinginu síðustu tólf árin og á því tímabili hefur Bush fengið flest það sem hann hefur farið fram á. Talið er að í vikunni kynni Bush nýja áætlun sína um stríðsreksturinn í Írak og að hún feli í sér að sendir verði tuttugu þúsund hermenn til viðbótar til Bagdad höfuðborgar Íraks.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×