Erlent

Ísrael með áætlun um kjarnorkuárás á Íran

Breska blaðið Sunday Times skýrir frá því á morgun, að Ísraelsmenn hafi samið leynilega áætlun um að gera árásir með kjarnavopnum á staði í Íran, þar sem úran sé auðgað, að því er The DrudgeReport fréttasíðan hefur eftir heimildum innan breskra fjölmiðla.

Engar nánari upplýsingar er að finna um þennan fyrirhugaða fréttaflutning Sunday Times, enn sem komið er, hvorki á The DrudgeReport né á vefsvæði Sunday Times.

Vefsíða The DrudgeReport

Vefsíða The Sunday Times




Fleiri fréttir

Sjá meira


×