Erlent

Fuglaflensan enn ógn

MYND/AP

Nýr yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar varar við því að fuglaflensan sé enn ógn og að hættan á að hún breiðist út sé til staðar.

Margaret Chan, sem er fuglaflensusérfræðingur frá Hong Kong, tók nýlega við sem yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar. Hún er fyrsti kínverski ríkisborgarinn sem verður yfirmaður stofnunar Sameinuðu þjóðanna. Chan segir tilfelli fuglaflensu hafa aukist á ný á síðustu vikum eftir að hafa verið í lægð um tíma og því greinilegt að hún sé enn ógn, sér í lagi í fátækum löndum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×