Enski boltinn

Capello var nálægt því að taka við enska landsliðinu

Fabio Capello
Fabio Capello AFP

Ítalski þjálfarinn Fabio Capello sem stýrir Real Madrid í dag, segir að hann hafi verið inni í myndinni bæði hjá Manchester United og enska landsliðinu á sínum tíma.

"Ég var nálægt því að taka við enska landsliðinu og mér var boðið að taka við því nokkru áður en Sven-Göran Eriksson tók við. Ég fékk hinsvegar ekki starfið og veit enn ekki af hverju ég kom ekki til greina í það skiptið," sagði Capello og bætti við að Manchester United hafi sett sig í samband þegar Alex Ferguson tilkynnti að hann ætlaði að hætta á sínum tíma, en eins og flestir vita, skipti Skotinn um skoðun og situr sem fastast í brúnni á Old Trafford eftir 20 ára starf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×