Enski boltinn

United hefur ekki nýtt sér erfiðleika okkar

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho, stjóri Chelsea, segir að Manchester United hafi misst af gullnu tækifæri til að stinga af í deildinni yfir hátíðarnar eftir að Chelsea missteig sig og hefur nú gert þrjú jafntefli í röð. Hann segist mjög sáttur við að forskot þeirra rauðu sé aðeins sex stig á toppnum.

"Ef tekið er mið af erfiðleikum okkar undanfarið ætti Manchester United með öllu að hafa 10, 12 eða 14 stiga forskot á okkur. Ég er mjög sáttur við að það er ekki meira en 6 stig. Mín skoðun er sú að United hafi mistekist að koma sér í mjög vænlega stöðu í deildinni á meðan við áttum í erfiðleikum. United hefur tapað 5 stigum gegn West Ham og Newcastle og við hlökkum mikið til síðari helmings leiktíðar þar sem við fáum vonandi eitthvað af leikmönnum okkar til baka úr meiðslum," sagði Mourinho.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×