Enski boltinn

Tottenham gengur frá samningi við Taarabt

NordicPhotos/GettyImages

Enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham hefur gengið frá lánssamningi við miðjumanninn unga Adel Taarabt frá franska félaginu Lens. Taarabt er aðeins 17 ára gamall og er sagður geta spilað allar stöður á miðju og í sókn. Leikmaðurinn hafði verið í sigtinu hjá Arsenal og Chelsea og spilaði sinn fyrsta alvöruleik fyrir Lens í haust.

Samningnum er lýst sem langtíma lánssamningi, en leikmaðurinn sjálfur hafði raunar lýst því yfir fyrir nokkru að hann hefði skrifað undir fimm ára samning við enska félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×