Erlent

Sér fyrir endann á snjóleysi í Austurríki

MYND/AP

Skíðaiðkendur í Austurríki taka líklegast gleði sína á ný þegar líður á vikuna enda er búist við að langvarandi hitaskeiði ljúki þá og það fari að snjóa í landinu. Mikið hlýindi hafa verið á skíðasvæðum í Austurríki og víðar og eru hlíðar víða algjörlega auðar. Segir í frétt á vef Jótlandspóstsins að nýársdagur hafi ekki verið heitari í Austurríki frá því að mælingar hófust fyrir 155 árum og fór hitinn nærri því upp í 14 gráður þar sem heitast var. Til samanburðar var kuldinn í mestur á nýársdag 1891 eða tæplega 18 stiga frost. Síðar í vikunni er búist við því að snjónum fari að kyngja niður og að allt að 70 sentímetra jafnfallinn snjór verði í vesturhluta landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×