Erlent

Drápu 12 friðargæsluliða í Darfur

Konur og börn í flóttamannabúðum í Khartoum fyrr í mánuðinum.
Konur og börn í flóttamannabúðum í Khartoum fyrr í mánuðinum. MYND/AFP

Tólf friðargæsluliðar á vegum Afríkubandalagsins í Darfur í Súdan létust í árás á herbúðir bandalagsins í dag. Tuttugu og fimm manns slösuðust. Þetta er mesta mannfall í röðum friðargæsluliða bandalagsins frá því þeir komu til landsins árið 2003.

Desmond Tutu erkibiskup í Suður Afríku kemur til Súdan í dag, en hann fer fyrir hóp eldri stjórnmálamanna sem ræða frið í Darfur.

Ekki er ljóst hvort stjórnvöld eða uppreisnarmenn eru ábyrgir fyrir tilræðinu á herbúðirnar. Ásakanir gengu á víxl um ábyrgð tilræðsins í sem varð í bænum Haskanita.

Afríkubandalagið staðfesti að skotið hefði verið að herstöðinni af óþekktum hermönnum. Endanlegar tölur um mannfall liggja ekki fyrir.

Fréttir herma að árásarmennirnir hafi einnig stolið tækjum og bílum í árásinni.

Um sjö þúsund friðargæsluliðar Afríkubandalagsins hafa átt fullt í fangi með að vernda íbúa í Darfur. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að senda lið 26 þúsund friðargæsluliða til héraðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×