Enski boltinn

David Nugent kallaður inn í enska landsliðið

NordicPhotos/GettyImages
Framherjinn David Nugent hjá Preston var í dag kallaður inn í enska landsliðið og leysir þar af Darren Bent hjá Charlton sem er meiddur. Ef Nugent fær að spila með Englendingum gegn Ísraelum á laugardaginn, yrði það í fyrsta skipti á öldinni sem enskur landsliðsmaður sem leikur utan efstu deildar fær að spreyta sig með liðinu. Nugent á að baki leiki með U-21 árs liði Englendinga.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×