ESA leitar að sjálfboðaliðum í sýndargeimferð Jónas Haraldsson skrifar 20. júní 2007 11:35 Hver veit nema þú gætir orðið einn af geimförum ESA í framtíðinni? MYND/AFP Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. Fólkið mun vinna og starfa í rými sem samanstendur af nokkrum einingum sem fastar eru saman. Þegar öryggislúgunum verður lokað getur fólkið aðeins haft samskipti við umheiminn í gegnum talstöð sem mun hafa 40 mínútna seinkun á merkinu, til þess að líkja eftir raunverulegum aðstæðum. Geimfarið verður um 550 rúmmetrar að stærð og verður til staðar í rússneskri rannsóknarstöð í Moskvu. Markmið tilraunarinnar er að fá hugmynd um hegðun fólks undir álagi sem líkist því sem geimfararnir eiga eftir að upplifa. Það eina sem þeir upplifa ekki er þyngdarleysi og geimgeislun. Vistir verða takmarkaðar, vinna verður mikil, einkalíf verður nær ekkert og fólkið mun þurfa að búa við þröngar aðstæður. Sýndargeimfararnir verða látnir gangast undir margs konar prófanir. Þar á meðal verður sýndargeimskot, 250 daga geimferðalag til Mars, Marsganga og síðan heimferðin. ESA hefur sagt að þeir ætli sér ekki að stofna lífi neins í hættu en að ansi góða ástæðu muni þurfa til þess að hleypa fólkinu út úr geimfarinu. Væntanlegir umsækjendur verða að vera á bilinu 25 til 50 ára, við góða heilsu, mjög framtakssamir og hressir og ekki hærri en 185 sentímetrar. Reykingafólk, eða fólk sem glímir við annars konar fíkn, fær ekki aðgöngu. Einnig verða viðkomandi að geta talað rússnesku og ensku. Þeir heppnu munu síðan fá 185 dollara á dag þá 500 daga sem ferðin mun standa yfir, eða um 290 þúsund íslenskar krónur á mánuði.Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hérna. Erlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Evrópska geimferðastofnunin er að leita að sjálfboðaliðum til þess að taka þátt í sýndarferð til Mars. Í tilrauninni munu sex manns eyða 17 mánuðum lokuð inni í stórum einangrunarklefa. Fólkið mun vinna og starfa í rými sem samanstendur af nokkrum einingum sem fastar eru saman. Þegar öryggislúgunum verður lokað getur fólkið aðeins haft samskipti við umheiminn í gegnum talstöð sem mun hafa 40 mínútna seinkun á merkinu, til þess að líkja eftir raunverulegum aðstæðum. Geimfarið verður um 550 rúmmetrar að stærð og verður til staðar í rússneskri rannsóknarstöð í Moskvu. Markmið tilraunarinnar er að fá hugmynd um hegðun fólks undir álagi sem líkist því sem geimfararnir eiga eftir að upplifa. Það eina sem þeir upplifa ekki er þyngdarleysi og geimgeislun. Vistir verða takmarkaðar, vinna verður mikil, einkalíf verður nær ekkert og fólkið mun þurfa að búa við þröngar aðstæður. Sýndargeimfararnir verða látnir gangast undir margs konar prófanir. Þar á meðal verður sýndargeimskot, 250 daga geimferðalag til Mars, Marsganga og síðan heimferðin. ESA hefur sagt að þeir ætli sér ekki að stofna lífi neins í hættu en að ansi góða ástæðu muni þurfa til þess að hleypa fólkinu út úr geimfarinu. Væntanlegir umsækjendur verða að vera á bilinu 25 til 50 ára, við góða heilsu, mjög framtakssamir og hressir og ekki hærri en 185 sentímetrar. Reykingafólk, eða fólk sem glímir við annars konar fíkn, fær ekki aðgöngu. Einnig verða viðkomandi að geta talað rússnesku og ensku. Þeir heppnu munu síðan fá 185 dollara á dag þá 500 daga sem ferðin mun standa yfir, eða um 290 þúsund íslenskar krónur á mánuði.Hægt er að nálgast umsóknareyðublöð hérna.
Erlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira