Erlent

Fjórir forsetar minntust Fords

Hermenn báru kistu Fords inn í Þjóðardómkirkjuna í Washington.
Hermenn báru kistu Fords inn í Þjóðardómkirkjuna í Washington. MYND/AP

George Bush, forseti Bandaríkjanna, og þrír fyrrverandi forsetar, George Bush eldri, Bill Clinton og Jimmy Carter, fylgdu Gerald Ford, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna til grafar í Washington í dag. Núverandi forseti minntist Fords sem mannsins sem tókst að endurreisa trú Bandaríkjamanna á lýðræði í landinu eftir Watergate-hneykslið.

Ford tók við embætti forseta árið 1974, eftir að Richard Nixon sagði af sér vegna hneykslismálsins. Hann gegndi því embætti í tvö og hálft ár en tapaði í kosningum fyrir Jimmy Carter. Hann var 93ja ára að aldri þegar hann lést.

Eftir athöfnina í Þjóðardómkirkjunni í Washington var flogið með kistu Fords til heimabæjar hans, Grand Rapids í Michigan, þar sem hann mun hvíla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×