Enski boltinn

Arsenal yfir og einum fleiri gegn Charlton

Justin Hoyte fagnar marki sínu fyrir Arsenal
Justin Hoyte fagnar marki sínu fyrir Arsenal NordicPhotos/GettyImages

Ekki lítur út fyrir annað en að Charlton tapi enn einum leiknum í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en liðið er 2-0 undir og manni færra gegn Arsenal á útivelli þegar flautað hefur verið til leikhlés.

Thierry Henry var á ný í byrjunarliði Arsenal og skoraði fyrra mark liðsins úr víti en Justin Hoyte það síðara. Osei Sankofa var vikið af leikvelli hjá Charlton sem er án Hermanns Hreiðarssonar. Þá er jafnt 0-0 í hálfleik hjá Aston Villa og Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×