Erlent

Erkibiskup í Zimbabwe kærður fyrir framhjáhald

Einn helsti andstæðingur Roberts Mugabe, forseta Zimbabwe, erkibiskupinn Pius Ncube, hefur verið kærður fyrir framhjáhald. Kærandinn er eiginmaður konu sem vinnur á skrifstofu biskupsins. Lögfræðingar hans segja að verið sé að reyna að sverta mannorð hans til þess að draga úr áhrifum hans á meðal almennings. Biskupinn neitar öllum ásökunum. Fyrr í mánuðinum sagði hann að hægt væri að færa rök fyrir valdaráni gegn Mugabe.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×