Erlent

Veðjað á Afgana

Paul Wolfowitz sagði af sér sem forseti Aþjóðabankans á fimmtudag.
Paul Wolfowitz sagði af sér sem forseti Aþjóðabankans á fimmtudag. MYND/AFP

Ashraf Ghani verður arftaki Paul Wolfowitz ef marka má veðbanka í Bretlandi. Reynist þetta raunin, verður Ghani fyrsti forseti bankans sem ekki er bandarískur í 60 ára sögu hans. Ghani er Afgani og er honum þakkað að hafa komið efnahag Afgana á réttan kjöl eftir fall talibanastjórnarinnar.

Frá þessu er greint í breska blaðinu The Times. En þó Ghani sé efstur á blaði hjá veðbönkunum sem segja líkurnar á því að hann hreppi hnossið vera 4 á móti 5, þykja aðrir allt eins líklegir til að hljóta tilnefningu. Þeirra á meðal eru fyrrverandi aðstoðar utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Robert Zoellick og fyrrum aðstoðar fjármálaráðherra sama lands, Robert Kimmitt.

Starfsmannafélag bankans, en bankinn er með um 10 þúsund manns í vinnu, hefur lýst því yfir að bankinn ætti að íhuga alvarlega að tilnefna í þetta skiptið mann utan Bandaríkjanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×