Jón Gerald telur brotið gegn sér 14. febrúar 2007 13:57 Jón Gerald við komuna í Héraðsdóm Reykjavíkur áður en honum var vísað úr dómssal. MYND/Björn Gíslason Jón Gerald Sullenberger segir brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum: Réttlát og óhlutdræg málsmeðferð? Við aðalmeðferð í svokölluðu Baugsmáli þann 13. febrúar s.l. krafðist verjandi ákærða Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að ég víki af dómþingi meðan skýrsla væri tekin af ákærða. Kröfu þessari mótmælti ég þar sem ég ætti skýlausan rétt lögum samkvæmt að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli þar sem ég sætti ákæru um refsiverða háttsemi.. Þrátt fyrir mótmæli verjanda míns tók dómsformaður þá ákvörðun að ég skyldi víkja af þinginu meðan skýrsla væri tekin af ákærða Jóni Ásgeiri. Verjandi minn, krafðist rökstuðnings fyrir ákvörðuninni eða úrskurðar um að ég viki af þinginu. Dómsformaður neitaði að verða við þessum kröfum okkar og vísaði mér út með frekar dónalegum hætti. Þar sem þetta er opið þinghald og allir fjölmiðlar landssins viðstaddir þá er þessi ákvörðun Arngríms Ísbergs með öllu óskiljanleg, kanski treystir hann Morgunblaðinu betur með að koma á framfari þeim framburði sem Jón Ásgeiri ber fyrir dómi. Ég les þá bara Moggan. Málsmeðferð þessi sem ég þarf að sæta er bæði ranglát og óskiljanleg með öllu. Ákvörðun dómsformannsins um að ég skyldi víkja af þinginu er efnislega röng. Í 4.mgr. 129.gr. laga um meðferð opinberra mála segir að ákærði eigi rétt á að vera við aðalmeðferð máls. Dómari geti þó ákveðið að ákærði víki af þingi meðan skýrsla er tekin af vitni eða meðákærða ef nærvera hans geti verið sérstaklega íþyngjandi eða geti haft áhrif á framburð viðkomandi, sbr. 6.mgr. 59.gr. laganna. Þessar undantekningar frá meginreglunni um að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur aðalmeðferðina eiga augljóslega ekki við í máli þessu. Þá vekur það furðu og er í raun óskiljanlegt að það skuli vera neitað verða við kröfum um rökstuðning fyrir ákvörðuninni, sérstaklega í ljósi þess að ég hef engin lagaúrræði til að óska endurskoðunar á henni. Það hlýtur að vera réttmæt krafa að dómari rökstyðji ákvörðun sem er í andstöðu við meginreglur um rétt ákærðs manns til að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli sínu. Það verður því ekki betur séð en að brotið sé gegn grundvallarréttindum mínum um að fá að vera viðstaddur aðalmeðferð í málinu og verja mig. Þegar litið er til alls þessa er skiljanlegt að ég dragi í efa óhlutdrægni dómsins í máli þessu eins og ég gerði þegar ég krafðist að dómsformaður viki sæti við meðferð þessa máls. Það er með öllu óskiljanlegt að dómarar sem tóku þá afstöðu í fyrra málinu, að framburður minn sem vitnis hefði minna sönnunargildi en ella þar sem ég bæri þungan hug til Jóns Ásgeirs, teljist ekki vanhæfir til að fara með mál þetta. Þegar dómarar hafa tekið slíka huglæga afstöðu við mat á framburði mínum eru gild rök til að draga óhlutdrægni þeirra í efa í máli þessu, sérstaklega þegar sömu aðila eiga í hlut og í fyrra málinu. Ekki minnkar sá efi þegar mér er nú vikið af þinginu án rökstuðnings. Jón Gerald Sullenberger Fréttir Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira
Jón Gerald Sullenberger segir brotið sé gegn grundvallarréttindum hans um að fá að vera viðstaddan yfirheyrslur yfir Jóni Ásgeiri Jóhannessyni í Baugsmálinu. Eftirfarandi er yfirlýsing sem Jón Gerald sendi fjölmiðlum: Réttlát og óhlutdræg málsmeðferð? Við aðalmeðferð í svokölluðu Baugsmáli þann 13. febrúar s.l. krafðist verjandi ákærða Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að ég víki af dómþingi meðan skýrsla væri tekin af ákærða. Kröfu þessari mótmælti ég þar sem ég ætti skýlausan rétt lögum samkvæmt að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli þar sem ég sætti ákæru um refsiverða háttsemi.. Þrátt fyrir mótmæli verjanda míns tók dómsformaður þá ákvörðun að ég skyldi víkja af þinginu meðan skýrsla væri tekin af ákærða Jóni Ásgeiri. Verjandi minn, krafðist rökstuðnings fyrir ákvörðuninni eða úrskurðar um að ég viki af þinginu. Dómsformaður neitaði að verða við þessum kröfum okkar og vísaði mér út með frekar dónalegum hætti. Þar sem þetta er opið þinghald og allir fjölmiðlar landssins viðstaddir þá er þessi ákvörðun Arngríms Ísbergs með öllu óskiljanleg, kanski treystir hann Morgunblaðinu betur með að koma á framfari þeim framburði sem Jón Ásgeiri ber fyrir dómi. Ég les þá bara Moggan. Málsmeðferð þessi sem ég þarf að sæta er bæði ranglát og óskiljanleg með öllu. Ákvörðun dómsformannsins um að ég skyldi víkja af þinginu er efnislega röng. Í 4.mgr. 129.gr. laga um meðferð opinberra mála segir að ákærði eigi rétt á að vera við aðalmeðferð máls. Dómari geti þó ákveðið að ákærði víki af þingi meðan skýrsla er tekin af vitni eða meðákærða ef nærvera hans geti verið sérstaklega íþyngjandi eða geti haft áhrif á framburð viðkomandi, sbr. 6.mgr. 59.gr. laganna. Þessar undantekningar frá meginreglunni um að ákærði eigi rétt á að vera viðstaddur aðalmeðferðina eiga augljóslega ekki við í máli þessu. Þá vekur það furðu og er í raun óskiljanlegt að það skuli vera neitað verða við kröfum um rökstuðning fyrir ákvörðuninni, sérstaklega í ljósi þess að ég hef engin lagaúrræði til að óska endurskoðunar á henni. Það hlýtur að vera réttmæt krafa að dómari rökstyðji ákvörðun sem er í andstöðu við meginreglur um rétt ákærðs manns til að vera viðstaddur aðalmeðferð í máli sínu. Það verður því ekki betur séð en að brotið sé gegn grundvallarréttindum mínum um að fá að vera viðstaddur aðalmeðferð í málinu og verja mig. Þegar litið er til alls þessa er skiljanlegt að ég dragi í efa óhlutdrægni dómsins í máli þessu eins og ég gerði þegar ég krafðist að dómsformaður viki sæti við meðferð þessa máls. Það er með öllu óskiljanlegt að dómarar sem tóku þá afstöðu í fyrra málinu, að framburður minn sem vitnis hefði minna sönnunargildi en ella þar sem ég bæri þungan hug til Jóns Ásgeirs, teljist ekki vanhæfir til að fara með mál þetta. Þegar dómarar hafa tekið slíka huglæga afstöðu við mat á framburði mínum eru gild rök til að draga óhlutdrægni þeirra í efa í máli þessu, sérstaklega þegar sömu aðila eiga í hlut og í fyrra málinu. Ekki minnkar sá efi þegar mér er nú vikið af þinginu án rökstuðnings. Jón Gerald Sullenberger
Fréttir Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Fleiri fréttir Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Sjá meira