Enski boltinn

Middlesbrough marði sigur

NordicPhotos/GettyImages

Úrvalsdeildarliðið Middlesbrough er komið í fimmtu umferð enska bikarsins eftir sigur á Bristol City í vítaspyrnukeppni í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 en Yakubu hjá Boro afrekaði það að skora mark í leiknum en brenna svo af víti bæði í framlengingu og vítakeppninni.

Mark Viduka var einnig á skotskónum fyrir Boro, sem mætir West Brom í næstu umferð á laugardaginn. Í sömu keppni vann Norwich nauman sigur á Blackpool eftir framlengdan leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×