Erlent

Útlit fyrir óbreytt stjórnarástand í Tyrklandi

Stuðningsmenn forsætisráðherra hlýða á hann.
Stuðningsmenn forsætisráðherra hlýða á hann. Mynd/ AP

AK flokkurinn hefur hlotið  rúm 48% atkvæða í kosningunum sem fram fóru í Tyrklandi í dag, þegar rúm 58% atkvæði hefur verið talinn. Samkvæmt heimildum Associated Press fréttastofunnar hafa tveir aðrir flokkar fengið meira en 10% atkvæða. Það eru vinstri flokkurinn CHP og öfga-þjóðernisflokkurinn MHP.

Ak flokkurinn boðar frjálslynda hægri stefnu. Flokkurinn sigraði kosningar 2002 þrátt fyrir að hafa einungis haft þriðjungi atkvæða að baki sér. Leiðtogi flokksins, Recep Tayyip Erdogan, gegnir nú embætti forsætisráðherra.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×