Erlent

Tókst að bjarga öllum námumönnunum

Öllum námuverkamönnunum sem festust í gullnámunni í Suður - Afríku hefur verið bjargað, alls þrjú þúsund og tvö hundruð manns.

Mennirnir festust í göngunum eftir að rafmagnsvír sem tengdur var lyftu í göngunum slitnaði. Sumir námumannanna höfðu verið fastir í fjörutíu tíma. Björgunaraðgerðir gengu vel fyrir sig þótt einungis væri hægt að bjarga 300 manns á hverri klukkustund.

Enginn þeirra námumanna sem lentu í slysinu meiddist alvarlega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×