Erlent

Tveir láta lífið í sprengjuárás á Filippseyjum

Afleiðingar sprengjuárásar í Kidapawan árið 2003.
Afleiðingar sprengjuárásar í Kidapawan árið 2003. MYND/AFP

Að minnsta kosti tveir létu lífið og 26 særðust þegar tvær sprengjur sprungu með stuttu millibili á markaði í bænum Kidapawan í suðurhluta Filippseyja í morgun. Einn maður sem sást flýja frá vettvangi var handtekinn.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á verknaðinum og ekki er enn vitað hvort maðurinn tengist málinu. Lögreglan yfirheyrir nú manninn.

Bærinn Kidapawan er í héraðinu Mindanao um 960 kílómetra fyrir sunnan Manila, höfuðborg Filippseyja. Hópur herskárra múslima heldur sig til í héraðinu en þá er það einnig þekkt fyrir hvers konar glæpastarfsemi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×