Erlent

Flutningsstyrkur til að flytja frá mömmu

Ítölsk stjórnvöld bjóða nú fullvöxnum karlmönnum þar í landi flutningsstyrki til að þeir geti flutt út frá mæðrum sínum. "Mömmustrákar" eru þekkt félagslegt vandamál á Ítalíu þar sem stór hluti karlmanna eiga það til að búa í heimahúsum langt fram eftir aldri.

Ákvörðun stjórnvalda var tekin í kjölfar aðvörunnar hagfræðinga um að allt að 60% ungra karlmanna á Ítalíu byggju hjá mömmu í stað þess að eignast eigin heimili, giftast og eignast börn.

Fjármálaráðherra Ítalíu, Tommaso Padoa-Schioppa, segir að hluti af fjárlögum næsta árs verði notaður til að aðstoða ungt fólk við að flytja úr heimahúsum. "Komum þessum stóru börnum að heiman," segir ráðherrann.

Samkvæmt tölum frá Evrópusambandinu eru um 56% Ítala á aldrinum 25 til 29 ára enn búsettir í heimahúsum á móti 21% Þjóðverja og aðeins 5% Svía.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×