Erlent

Frumvarp sem eykur ábyrgð öryggisfyrirtækja

Málefni Blackwater eru nú til rannsóknar.
Málefni Blackwater eru nú til rannsóknar.
Einkarekin öryggisfyrirtæki í Írak gætu átt yfir höfði sér málsókn í Bandaríkjunum ef þau gerðust sek um glæpi, samkvæmt frumvarpi sem hefur verið samþykkt í fulltrúadeild Bandaríkjaþings.

Þessi lög eru samþykkt á sama tíma og rannsókn stendur yfir á öryggisfyrirtækinu Blackwater, en starfsmenn fyrirtækisins eru sakaðir um að hafa drepið ellefu óbreytta íraka í Bagdad í síðasta mánuði. Leiðtogar demokrata í öldungadeild segjast eiga von á að samskonar frumvarp verði samþykkt í öldungadeildinni fljótlega. Sem stendur hefur ekki reynt á rétt einkarekinna öryggisfyrirtækja sem vinna óháð bandaríska hernum í stríði og er hann því óljós.

Einkafyrirtæki sem vinna fyrir varnarmálaráðuneytið heyra undir bandaríska löggjöf en það sama gildir ekki um þau fyrirtæki sem heyra undir utanríkisráðuneytið. Fulltrúadeildarþingmaðurinn David Price, sem studdi frumvarpið, sagði að erfitt væri að trúa því að slíkt gat væri á löggjöfinni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×