Fótbolti

Warnock hættur

Neil Warnock.
Neil Warnock. MYND/AFP

Neil Warnock, framkvæmdastjóri Sheffield United, er hættur hjá félaginu. Frá þessu var sagt í morgun. Félagið féll sem kunnugt er úr úrvalsdeildinni á sunnudaginn þegar það tapaði fyrir Wigan, 1 - 2. Félagið mun halda fréttamannafund klukkan tíu vegna málsins. Warnock hafði verið við stjórn hjá félaginu frá árinu 1999.

Forráðamenn félagsins sögðu eftir helgina að það væri að hugsa um að stefna úrvalsdeildinni fyrir að draga ekki stig af Íslendingafélaginu West Ham. Nokkur önnur félög, eins og Fulham og Wigan, hafa sagt að þau muni styðja Sheffield í málinu. Ekki er ljóst hvort að það eigi eftir að hafa áhrif á áframhaldandi veru West Ham í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×