Erlent

Banna innflutning fuglakjöts frá Bretlandi

AP

Rússland, Makedónía, Japan, Suður-Kórea, Suður-Afríka, Hong Kong og eyjan Jersey hafa bannað innflutning á fuglakjöti frá Bretlandi eftir að fuglaflensa af gerðinni H5N1 kom upp á kalkúnabúi Bernard Matthews í Suffolk.

Ríkistjórn Bretlands, bændur og verslanakeðjur vonast nú til þess að tilfellið sé einangrað og að sýkingin hafi ekki borist annað. Alls hefur 160 þúsund kalkúnum verið slátrað á búi Bernard Matthews sem er stærsti framleiðandi kalkúna í Evrópu. Það er nú talið útilokað að smitið hafi komið frá Ungverjalandi, þar sem Bernard Matthews rekur gæsabú þar sem upp kom H5N1-fuglaflensa í síðasta mánuði, þar sem kalkúnarnir í Suffolk eru allir ræktaðir þar undir ströngu eftirliti. Yfirvöld halda því áfram að rannsaka hvaðan flensan er komin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×