Erlent

Giuliani sækist eftir útnefningu repúblikana

Rudy Giuliani
Rudy Giuliani AP
Rudolph Giuliani, fyrrum borgarstjóri í New York sækist eftir útnefningu repúblíkana fyrir forsetakosningarnar 2008. Giuliani skilaði í gær inn yfirlýsingu til alríkiskjörnefndar um að hann vildi sækjast eftir embætti forseta.
John McCainAP
Giuliani var borgarstjóri í New York þegar hryðjuverkaárásirnar voru gerðar 11. september 2001 og var lofaður mjög fyrir viðbrögð sín þá. Þeir sem örugglega munu berjast um tilnefninguna við Giuliani eru öldungardeildarþingmaðurinn John McCain og Mitt Romney fyrrum ríkisstjóri Massachusetts, þónokkrir minni spámenn hafa einnig sóst eftir tilnefningunni. Bæði McCain og Romney hafa um nokkra hríð stefnt leynt og ljóst að útnefningu repúblíkana en Giuliani hefur látið hafa eftir sér að hann væri að kanna jarðveginn. Þá hefur Giuliani verið með nefnd að störfum sem hefur ferðast um Bandaríkin til að kanna og afla stuðnings við framboðið.
Hillary Rodham ClintonAP
Á hinum vígstöðvunum, hjá demókrötum hafa þrjú nöfn verið talin lang líklegust þeirra sem nefnd hafa verið. Það eru nöfn Hilary Clinton, fyrrum forsetafrúr og öldungardeildarþingmanns frá New York, John Edwards sem var varaforsetaefni Al Gore og Barack Obama, öldungardeildarþingmanns frá Illinois.
Barack ObamaAP

Af þessum þremur virðist Clinton hafa mesta stuðninginn en Obama hefur í sumum könnunum fylgt nokkuð fast á hæla hennar. Það er rétt um það bil ár þangað til flokkarnir útnefna sína frambjóðendur í forkosningum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×