200 billjóna króna fjárlagafrumvarp 6. febrúar 2007 05:45 Fimmtungur til hermála Þingmenn ná sér í eintak af frumvarpinu í þinghúsinu í Washington í gær. MYND/AP George W. Bush Bandaríkjaforseti lagði í gær fjárlagafrumvarp sitt í ár fyrir Bandaríkjaþing. Þau hljóða upp á útgjöld upp á alls 2.900 milljarða Bandaríkjadala, andvirði um 200 billjóna króna eða 200.000 milljarða. Til samanburðar má nefna, að íslensku fjárlögin hljóða upp á um þúsund sinnum lægri fjárhæð, sem gerir fjárlög beggja landa sambærileg sem hlutfall af íbúafjölda, enda eru íbúar Bandaríkjanna þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Þetta fjárlagafrumvarp er það fyrsta sem Bush leggur fram fyrir þing þar sem demókratar ráða meirihlutanum í báðum deildum. Í því leggur forsetinn til milljarða dala viðbótarútgjöld til hermála og niðurskurð á mörgum sviðum til að nálgast það markmið að koma ríkisfjármálunum í jafnvægi á næstu fimm árum. Það vill hann þó gera án þess að snerta við skattalækkununum sem hann áður var búinn að hrinda í framkvæmd í áföngum. Kostnaðinum við að gera skattalækkanirnar frá fyrra kjörtímabili Bush varanlegar, sem svarar um 110.000 milljörðum króna, vill hann deila á næstu tíu fjárlagaár. Samkvæmt frumvarpinu hyggst hann skera niður 78 milljarða dala, andvirði um 5.400 milljarða króna, í útgjöld til heilbrigðismála á næstu fimm árum. Útgjöld til hermála nema eins og gefur að skilja stórum hluta fjárlaganna. Bush fer fram á að til þeirra verði varið um fimmtungi allra fjárlaganna, 624,6 milljörðum dala eða 43.100 milljörðum króna, á fjárlagaárinu 2008 sem hefst 1. október í haust. Á yfirstandandi ári eru hermálaútgjöldin 600,3 milljarðar dala, 41.420 milljarðar króna. Eftir framlagningu frumvarpsins, sem borið er inn á borð þingmanna í fjórum þéttskrifuðum bindum, hefst mánaðalangt ferli sem þingmeirihluti demókrata hefur gefið skýrt til kynna að muni nýta til að koma að margvíslegum breytingum. „Fjárlagafrumvarp forsetans er uppfullt af skuldahít og blekkingum, úr tengslum við raunveruleikann og heldur áfram að stefna Bandaríkjunum í ranga átt,“ sagði Kent Conrad, formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar, en hann er demókrati. Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira
George W. Bush Bandaríkjaforseti lagði í gær fjárlagafrumvarp sitt í ár fyrir Bandaríkjaþing. Þau hljóða upp á útgjöld upp á alls 2.900 milljarða Bandaríkjadala, andvirði um 200 billjóna króna eða 200.000 milljarða. Til samanburðar má nefna, að íslensku fjárlögin hljóða upp á um þúsund sinnum lægri fjárhæð, sem gerir fjárlög beggja landa sambærileg sem hlutfall af íbúafjölda, enda eru íbúar Bandaríkjanna þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. Þetta fjárlagafrumvarp er það fyrsta sem Bush leggur fram fyrir þing þar sem demókratar ráða meirihlutanum í báðum deildum. Í því leggur forsetinn til milljarða dala viðbótarútgjöld til hermála og niðurskurð á mörgum sviðum til að nálgast það markmið að koma ríkisfjármálunum í jafnvægi á næstu fimm árum. Það vill hann þó gera án þess að snerta við skattalækkununum sem hann áður var búinn að hrinda í framkvæmd í áföngum. Kostnaðinum við að gera skattalækkanirnar frá fyrra kjörtímabili Bush varanlegar, sem svarar um 110.000 milljörðum króna, vill hann deila á næstu tíu fjárlagaár. Samkvæmt frumvarpinu hyggst hann skera niður 78 milljarða dala, andvirði um 5.400 milljarða króna, í útgjöld til heilbrigðismála á næstu fimm árum. Útgjöld til hermála nema eins og gefur að skilja stórum hluta fjárlaganna. Bush fer fram á að til þeirra verði varið um fimmtungi allra fjárlaganna, 624,6 milljörðum dala eða 43.100 milljörðum króna, á fjárlagaárinu 2008 sem hefst 1. október í haust. Á yfirstandandi ári eru hermálaútgjöldin 600,3 milljarðar dala, 41.420 milljarðar króna. Eftir framlagningu frumvarpsins, sem borið er inn á borð þingmanna í fjórum þéttskrifuðum bindum, hefst mánaðalangt ferli sem þingmeirihluti demókrata hefur gefið skýrt til kynna að muni nýta til að koma að margvíslegum breytingum. „Fjárlagafrumvarp forsetans er uppfullt af skuldahít og blekkingum, úr tengslum við raunveruleikann og heldur áfram að stefna Bandaríkjunum í ranga átt,“ sagði Kent Conrad, formaður fjárlaganefndar öldungadeildarinnar, en hann er demókrati.
Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Sjá meira