Erlent

Herforingjastjórn Burma á neyðarfundi

Um 10 þúsund munkar mómæltu 
við hið gullna búddavígi Shwedagon Pagoda í sól og miklum hita í Yangon.
Um 10 þúsund munkar mómæltu við hið gullna búddavígi Shwedagon Pagoda í sól og miklum hita í Yangon.

Herforingjastjórnin í Burma hélt í dag neyðarfund til að ákveða viðbrögð við stærstu mótmælum gegn stjórninni í 20 ár. Engar upplýsingar hafa fengist af fundinum. Uppreisnarmenn segja að 22. herdeild stjórnarinnar hafi verið send til Yangon þar sem mótmælin fara fram. Herdeildin er fræg fyrir að hafa brotið á bak aftur mótmælin árið1988 þar sem þrjú þúsund manns letust.

Á meðan halda tug þúsundir munka og almennra borgara áfram mómælum þrátt fyrir viðvaranir hersins um að þau verði leyst upp með hervaldi.

Búist er við að Bush Bandaríkjaforseti tilkynni refsiaðgerðir gegn herforingjastjórninni í Burma til stuðnings mómælendunum.

Mótmælin í Búrma hafa nú staðið yfir í rúma viku.Þau hófust eftir að herstjórnin hækkaði skyndilega verð á eldsneyti en snerust fljótlega upp í almenn mótmæli gegn herforingjastjórninni.

Um eitt hundrað þúsund manns mótmæltu á götum Rangún í gær þar af um 20 þúsund búddamunkar sem hafa leitt mótmælendur.

Hingað til hafa stjórnvöld ekki beitt valdi gegn mótmælendum meðal annars vegna þrýstings frá kínverskum stjórnvöldum. Í gær lýsti herforingjastjórnin því hins vegar yfir að hún væri reiðubúin brjóta mótmælin á bak aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×