Erlent

Sprengjum skotið á olíuhreinsistöð í Bagdad

Sprengjum var skotið á olíuhreinsistöð í Bagdad í morgun. Dökkur reykjarmökkur er yfir borginni. Ekki er vitað um mannfall. Slökkviliðsmenn berjast nú við eldana.

Þá var sprengjum varpað á fangelsi í Bagdad með þeim afleiðingum að sjö fangar létu lífið. Í fangelsinu voru meintir hryðjuverkamenn. Slíkum árásum hefur fækkað verulega á undanförnum mánuðum en andspyrnumenn gera þó vart við sig nær daglega víðs vegar um landið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×