Erlent

Bandaríkjamenn senda Líbönskum stjórnarhermönnum vopn

Stjórnarhermenn í Líbanon eiga von á vopnum frá Badaríkjaher.
Stjórnarhermenn í Líbanon eiga von á vopnum frá Badaríkjaher. MYND/AFP

Líbanskar hersveitir sem eiga í höggi við íslömsk öfgasveitir eiga von á vopnasendingu frá bandaríska hernum á næstu dögum. Enn geysa harðir bardagar í landinu og í tilkynningu frá samtökunum Fatah al-Islam sem barst í dag, er sprengjuárásum á vestræna skóla í landinu hótað, gefist hermenn stjórnarinnar ekki upp.

Í yfirlýsingunni hóta samtökin að sprengja upp „krossfara" háskóla og grunnskóla sem starfræktir eru í Líbanon. Sprengjuárásirnar eiga að hefjast á morgun verði ekki orðið við kröfum þeirra. Íslamskir öfgamenn nota yfirleitt orðið krossfari þegar talað er um Bandaríkjamenn eða vesturlandabúa.

Líbönsk stjórnvöld hafa óskað eftir aðstoð frá Bandaríkjunum í baráttunni og er vopnasendingin svar við því ákalli. Bandarísk yfirvöld hafa lýst því yfir að ekki standi til að senda hermenn inn í Líbanon.

 

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×