Enski boltinn

Drogba og Torres byrja

NordicPhotos/GettyImages

Ný styttist í að leikir dagsins í enska boltanum fari á fullt. Man City hefur yfir 2-1 gegn Newcastle þegar 15 mínútur eru eftir af fyrsta leik dagsins. Martins kom gestunum í Newcastle yfir en Petrov og Mpenza komu City í 2-1.

Staðfest hefur verið að Fernando Torres verði í byrjunarliði Liverpool gegn Wigan á útivelli og þá hefur verið staðfest að Didier Drogba verði í byrjunarliði Chelsea sem tekurá móti Fulham í Lundúnaslagnum. Þá verður Freddie Ljungberg í byrjunarliði West Ham á móti sínum gömlu félögum í Arsenal í hinum Lundúnaslagnum í dag. Í liði Arsenal kemur Alexander Hleb inn í byrjunarliðið í stað Theo Walcott.

Þá er rétt að minna enn og aftur á að útsendingar frá enska boltanum á rásum Sýnar hefjast ekki fyrr en um klukkan 16 þegar leik er lokið í lokaumferðinni í Landsbankadeildinni. Bein útsending verður þó frá leik Birmingham og Man Utd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×