Erlent

Íbúðabyggð drepur hafnarstarfsemi

Reykjavíkurhöfn.
Reykjavíkurhöfn. MYND/Gunnar V. Andrésson

Danskir sérfræðingar í byggðaþróun telja að allt of langt hafi verið gengið í því að teygja íbúðabyggð alveg niður á hafnarbakkana og hrekja í leiðinni alla hefðbundna starfssemi þaðan. Sérstaklega er bent á Íslandsbryggju í Kaupmannahöfn sem slæmt dæmi, segir í Jótlandspóstinum.

Þar hafi allt bryggjulíf steindrepist eftir að íbúðabyggðin teygði sig niður á bryggjurnar. Borgaryfirvöld í Árósum munu meðal annars ætla að endurskoða fyrirhugaða íbúðabyggð á hafnarsvæðinu þar.

Þessi þróun er komin á fullan skrið við Hafnarfjarðarhöfn og Vesturhöfnina í Reykjavík, þar sem fiskiðjuver, netaverkstæði, vélsmiðjur, sjóbúðir og slippar eru að víkja fyrir íbúðabyggð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×