Enski boltinn

Larsson sagði nei

NordicPhotos/GettyImages

Sænski framherjinn Henrik Larsson hjá Manchester United hefur nú staðfest endanlega að hann muni ekki framlengja lánssamning sinn við félagið og er staðráðinn í að halda til Helsingborg á ný þann 12. mars.

"Ég vil ekki hljóma vanþakklátur eða hrokafullur, en ég verð að taka aðra hluti með í reikninginn. Ég verð að halda aftur til Helsingborg þegar tímabilið byrjar og ég get ekki verið að þvælast fram og til baka," sagði Larsson sem hefur fengið fjölda áskorana um að framlengja veru sína á Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×