Erlent

Heimurinn er hættulegur, segir Bush

Varnir Bandaríkjanna eru takmarkaðar þrátt fyrir efnahagslegan og hernaðarlegan styrk landsins sagði Osama Bin Laden á myndbandi sem hann sendi frá sér í gær. George Bush, Bandaríkjaforseti, segir ummæli Osamas bin Laden á myndbandinu, sýni hver langtímamarkmið hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Írak séu og hversu heimurinn, sem við lifum í, sé hættulegur.

Myndbandið sendi Bin Laden í tilefni af sex ára afmæli árásanna í Bandaríkjunum þann 11. september 2001. Þetta er fyrsta sinn í þrjú ár sem Bin Laden sendir frá sér skilaboð til heimsbyggðarinnar. Bin Laden segir að með því að neita að viðurkenna ósigra Bandaríkjamanna í Írak sé Bush forseti að endurtaka mistök sovéskra ráðamanna þegar sovéskur her var í Afganistan. Hann segir að tilraunir demókrata til að stöðva stríðið hafi mistekist vegna ofurvalds stórfyrirtækja.

Bandaríkjastjórn hefur einnig fengið myndbandið í hendur og sagði George Bush, bandaríkjaforseti það sýna hve heimurinn sem við lifum í sé hættulegur. Þá sýni það langtímamarkmið hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda í Írak og að írak sé hluti af stríðinu gegn öfgamönnum.

Bush sagði að „Ef al-Qaedamönnum finnst taka því að nefna Írak á nafn er ástæðan sú, að þeir vilja ná fram markmiðum sínum í Írak, þaðan sem við rákum þá á brott."

Sérfræðingar telja myndband Bin Ladens vera nýlegt enda minnist Bin Laden meðal annars á Brown, forsætisráðherra Breta. Þá segja þeir ljóst að röddin sem heyrist sé hans.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×