Erlent

Eldur í efnaverksmiðju í Skotlandi

Mikill eldur kom upp í efnaverksmiðju í bænum Stevenston í Ayrshire í Skotlandi í kvöld. Ekki er vitað til þess að nokkurn hafi sakað í eldsvoðanum.

Ekki hefur verið gripið til þess ráðs að flytja íbúa í nágrenni verksmiðjunnar í burtu en sjö slökkvibílar voru sendir á staðinn til að berjast við eldinn. Nýjustu fréttir herma að búið sé að ná tökum á eldinum og slökkvistarf gangi vel.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×