Erlent

Þýskur rabbíi stunginn með hníf

MYND/AFP

Ráðist var á þýskan rabbía í borginni Frankfurt í Þýskalandi í gær og hann stunginn með hníf í magann. Ekki er vitað hvað árásarmanninum gekk til en talið er að um múslima sé að ræða. Rabbíinn, sem er 42 ára gamall, náði sjálfur að komast á spítala þar sem hann gekkst undir aðgerð vegna sára sinna.

Rabbíinn var á göngu í fjármálahverfi Frankfurt þegar á hann var ráðist. Árásarmaðurinn var í fylgd tveggja kvenna. Í fyrstu hótaði hann rabbíanum lífláti og stakk hann síðan í magan áður en hann hljóp í burtu. Rabbíinn náði að komast á spítala og er hann ekki í lífshættu.

Árásir á gyðinga í þýskum borgum vegna trúar þeirra eru afar sjaldgæfar en þó þekkjast einstök tilfelli á undanförnum árum og þá aðallega í Berlín, höfuðborg landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×