Fótbolti

Barthez flaugst á við stuðningsmenn Nantes

Nordicphotos/Getty images.

Franski markvörðurinn Fabien Barthez hjá Nantes er enn kominn í sviðsljósið og nú fyrir að slást við tvo af stuðningsmönnum liðsins. Nantes er átta stigum frá öruggu sæti í frönsku 1. deildinni þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir.

Stuðningsmennirnir tveir eru sagðir hafa hrópað miður falleg orð að markverðinum þegar hann var að yfirgefa leikvang liðsins eftir enn eitt tapið. Hann brást hinn versti við og stökk út úr bíl sínum og réðist að mönnunum. Öryggisverðir stöðvuðu slagsmálin en engin yfirlýsing hefur komið frá félaginu eða markverðinum vegna atviksins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×