Enski boltinn

Ferguson og Giggs bestir í febrúar

Sir Alex Ferguson og Ryan Giggs hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður mánaðarins í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem þeir félagar taka við verðlaununum saman, en þeir urðu einnig fyrir valinu í ágústmánuði.

Þetta er aðeins í annað sinn í áratug sem stjóri og leikmaður frá sama liði taka tvisvar við þessum verðlaunum saman á sama tímabili - en þeir Roy Evans og Robbie Fowler afrekuðu það í desember og janúar leiktíðina 1995-96.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×