Enski boltinn

Stuðningsmenn Liverpool eru ótrúlegir

Arsene Wenger
Arsene Wenger NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger var að vonum sáttur við leik sinna manna í sigrinum á Liverpool í enska bikarnum í dag. Hann hrósaði Tomas Rosicky og Thierry Henry fyrir mörk sín, sem og þolinmæði og skipulagi liðsins í heild. Hann tók sér líka tíma til að hrósa stuðningsmönnum Liverpool fyrir frábæra stemmingu á Anfield.

"Mínir menn sýndu svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir í dag því Liverpool pressaði okkur stíft. Við náðum að gera okkur mat úr skyndisóknum okkar og það gerði útslagið. Það er gríðarlega erfitt að koma á Anfield og sækja öll stigin eins og sýnir sig á árangri liðsins hérna, en ég verð að hrósa stuðningsmönnum Liverpool fyrir frábært andrúmsloft á vellinum í dag.

Það var gott fyrir Rosicky að skora tvö mörk í dag, því hann er enn að venjast hörkunni og hraðanum í enska boltanum og þá var ekki síður mikilvægt að sjá Henry koma inn og gera fína hluti í sínum öðrum leik á viku eftir meiðsli," sagði Wenger ánægður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×