Erlent

Átak framundan í Írak

Bandarískir hermenn við eftirlitsstörf í Írak.
Bandarískir hermenn við eftirlitsstörf í Írak. MYND/AP

Nuri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, sagði í dag að íraskar öryggissveitir séu reiðubúnar að taka duglega á öryggisástandinu í Bagdad. Maliki tilkynnti þetta í hátíðarræðu á herdegi landsins. Þá varaði hann við erlendri gagnrýni á aftöku Saddams Hússeins og sagðist myndu endurskoða samskipti við ríkisstjórnir sem settu út á aftökuna.

Maliki sagði að þessi öryggisátakið verði keyrt í gegn þrátt fyrir alla gagnrýni frá stjórnmálaöflum í landinu. Íraskar öryggissveitir muni ganga hart fram með fulltingi bandarískra hermanna.

Aftöku Saddams Hússeins kallaði hann innanríkismál og erlend ríki ættu að hugsa sig tvisvar um áður en þau gagnrýndu réttarhöldin og henginguna, Íraksstjórn gæti átt það til að endurskoða samskipti við ríki sem það gerðu. Maliki, sem er sjíi, sagði Saddam hafa fengið sanngjörn réttarhöld og aftakan væri til góðs fyrir samstöðu írösku þjóðarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×