Erlent

Einn Sómali látinn í skotbardögum við lögreglu

Einn maður lést í skotbardögum milli sómalskra lögreglumanna og hóps manna sem mótmæltu veru eþíópískra hermanna í Mógadisjú í Sómalíu. Stjórnvöld segja lögreglu hafa svarað skothríð frá mótmælendunum en einn hafi látist úr hópi mótmælendanna. Mótmælendur hafa brennt hjólbarða og kastað grjóti í höfuðborginni í dag.

Eþíópískar hersveitir aðstoðuðu hina veiku ríkisstjórn í Sómalíu við að hrekja á brott íslamska uppreisnarmenn í desember eftir að þeir höfðu haft stóran hluta af suðurhluta Sómalíu, þar á meðal höfuðborgina, á sínu valdi síðan í júníbyrjun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×