Enski boltinn

Slæmur dagur fyrir okkur

Rafa Benitez
Rafa Benitez NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez var súr í bragði eftir að hans menn í Liverpool töpuðu 3-1 fyrir Arsenal á Anfield í dag og féllu þar með úr keppni í enska bikarnum. Hann ætlar þó ekki að velta sér lengi upp úr tapinu.

"Þetta er slæmur dagur fyrir okkur í alla staði. Þetta var mjög erfiður leikur en það er auðvitað ömurlegt að ráða ferðinni í leiknum en fá samt á sig tvö mörk. Við hefðum ef til vill átt að fá vítaspyrnu í leiknum en það breytir því ekki að ef maður gerir mistök gegn góðu liði er manni alltaf refsað. Nú verðum við bara að huga að næsta leik og gleyma þessu," sagði Benitez, en næsti leikur er einmitt við Arsenal eftir helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×