Deilt um hvort Kastró sé allur eða ekki Guðjón Helgason skrifar 25. ágúst 2007 19:00 Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum. Héraðsfréttablaðið Norra Skåne sagði frá því í gær að Kastró væri allur og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andlátini Kastrós í dag. Fréttaristjóri Norra Skåne sagði í samtali við sænska blaðið Expressen að heimildirnar hefðu verið afar áreiðanlegar og því hefði verið rangt að birta þetta ekki. Forsetinn varð 81 árs 13. ágúst síðastliðinn. Hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann gekkst undir þarmaaðgerð í fyrra. Þá fól hann Raúl bróður sínum valdataumana. Síðan hafa verið birtar ýmsar myndir af byltingaleiðtoganum aldna á sjúkrabeðinu, en engar nýjar frá því í byrjun júní þegar hann veitti viðtal í sjónvarpi. Hann tók ekki þátt í hátíðarhöldum vegna byltingarafmælisins í lok júlí. Fyrir þeim fór Raúl. Orðrómur um andlát Kastrós hefur verið þrálátur meðal brottfluttra Kúbverja í Bandaríkjunum í heilt ár en samkvæmt bandríska blaðinu Washington Post er hann þrálátari nú en áður. Þeir fengu byr undir báða vængi þegar mikilsmettir landflótta Kúbverjar funduðu á Miami í gær til að ræða hvað gera skyldi við andlát forsetans. Felipe Perez Roque, utanríkisráðherra Kúbu, segir ekkert hæft í andlátsfréttum. Fídel sé í fínu formi og fylgi læknisráði svo hann nái fullri heilsu. En þrátt fyrir það lifir sagan góðu lífi og þá þarf Kastró gamli bara að koma fram opinberlega til að kveða orðróminn um andlát sitt niður sé hann ekki á rökum reistur. Erlent Fréttir Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Sjá meira
Fídel Kastró, Kúbuforseti, er látinn. Þetta fullyrti sænskt héraðsfréttablað í gær og sagði haft eftir öruggum heimildum. Ekki hefur þetta fengist staðfest en orðrómur um andlát leiðtogans kraumar meðal Kúbverja í Bandaríkjunum. Héraðsfréttablaðið Norra Skåne sagði frá því í gær að Kastró væri allur og hafði eftir heimildarmönnum sínum að formlega yrði tilkynnt um þetta á miðnætti í gærkvöldi. Engar fréttir hafa borist af andlátini Kastrós í dag. Fréttaristjóri Norra Skåne sagði í samtali við sænska blaðið Expressen að heimildirnar hefðu verið afar áreiðanlegar og því hefði verið rangt að birta þetta ekki. Forsetinn varð 81 árs 13. ágúst síðastliðinn. Hann hefur ekki komið fram opinberlega síðan hann gekkst undir þarmaaðgerð í fyrra. Þá fól hann Raúl bróður sínum valdataumana. Síðan hafa verið birtar ýmsar myndir af byltingaleiðtoganum aldna á sjúkrabeðinu, en engar nýjar frá því í byrjun júní þegar hann veitti viðtal í sjónvarpi. Hann tók ekki þátt í hátíðarhöldum vegna byltingarafmælisins í lok júlí. Fyrir þeim fór Raúl. Orðrómur um andlát Kastrós hefur verið þrálátur meðal brottfluttra Kúbverja í Bandaríkjunum í heilt ár en samkvæmt bandríska blaðinu Washington Post er hann þrálátari nú en áður. Þeir fengu byr undir báða vængi þegar mikilsmettir landflótta Kúbverjar funduðu á Miami í gær til að ræða hvað gera skyldi við andlát forsetans. Felipe Perez Roque, utanríkisráðherra Kúbu, segir ekkert hæft í andlátsfréttum. Fídel sé í fínu formi og fylgi læknisráði svo hann nái fullri heilsu. En þrátt fyrir það lifir sagan góðu lífi og þá þarf Kastró gamli bara að koma fram opinberlega til að kveða orðróminn um andlát sitt niður sé hann ekki á rökum reistur.
Erlent Fréttir Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Sjá meira